fbpx

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur
adipiscing elit. Etiam posuere varius
magna, ut accumsan quam pretium
vel. Duis ornare

Latest News
Follow Us

Viðburðaskipulag - allt frá hugmynd að framkvæmd

Við tökum að okkur viðburðaskipulag og viðburðastjórnun, allt frá hönnun til framkvæmdar sem gerir yfirmönnum og stjórnendum fyrirtækja kleift að geta áhyggulausir slakað á, notið og tekið þátt í viðburðum síns fyrirtækis. Við leggjum mikla áherslu á að skilja tilgang hvers verkefnis og notum síðan reynslu okkar og hæfileika í að sérsníða og hanna hvern viðburð með viðkomandi hóp í huga.

Hvort sem um er að ræða óvissuferð, hópefli, starfsdaga, hvataferð, ratleik, uppbyggingu á liðsanda, árshátíð, utanlandsferð eða hverskonar viðburð eða samkomu, bjóðum við upp á margar skemmtilegar og vel skipulagðar lausnir fyrir stóra sem smáa hópa.

Við fjárfestum bæði tíma og fjármagni í vöruþróun og hugmyndavinnu til að mæta aukinni eftirspurn og kröfum á innlendum markaði.
Við leggjum allan okkar metnað í að aðstoða þig og gesti þína til að sérhver upplifun verði sem best.
Þinn viðburður er í góðum höndum hjá okkur, tuga ára reynsla við viðburðaskipulag og viðburðastjórnun fyrir bæði innlendan og erlendan markað sem skilur eftir sig ómetanlega reynslu og fjöldan allan af skemmtilegum hugmyndum. Okkar markmið er að gera þinn viðburð eftirminnilegan.

SKIPULAG

Viðburðir byggjast á skipulagi og hugmyndavinnu, leyfðu okkur að hjálpa þér

HÖNNUN

Viðburðirnir okkar eru sérhannaðir fyrir hvern hóp og hvert tilefni

UTANUMHALD

Góð samskipti við viðskipavini og þjónustuaðila eru algert lykil atriði í viðburðahaldi

FRAMKVÆMD

Slakaðu á og láttu okkur sjá um uppsetningu, frágang og allt sem kemur að framkvæmd þíns viðburðar

Fjölbreytt afþreying innanbæjar sem utan

Hafðu gaman með okkur!

Hjá Kompaní Events er margt í boði til að styrkja liðsandann hjá deildinni eða öllu fyrirtækinu. Allt frá einföldum inniþrautum, verkefnum í hálfsdags afþreyingu yfir í heilsdags ævintýraferð. Þetta er allt spurning um tíma og hvað hentar við hvert tilefni. Einnig býður systurfyrirtækið okkar, Kompaní ferðir, uppá einstakar árshátíðarferðir erlendis.