fbpx

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur
adipiscing elit. Etiam posuere varius
magna, ut accumsan quam pretium
vel. Duis ornare

Latest News
Follow Us
Árshátíð fyrirtækja - Viðburðaskipulag & umsjón

Árshátíðir

Heildarlausnir í árshátíðaskipulagi

Kompaní Events hefur í mörg ár skipulagt árshátíð fyrirtækja og stofnana. Viðburðaskipulag & umsjón er okkar sérsvið. Vel heppnuð árshátíð byggir á mörgum smáatriðum og það er gott að geta lagt viðburðaskipulag og umsjón í okkar hendur svo allir starfsmenn fái að njóta sín á kvöldinu sjálfu.

Við erum með fjölmargar hugmyndir af þemum, ýmsar skreytingapælingar sem og góð sambönd við bæði veisluþjónustur og skemmtikrafta fyrir árshátíð fyrirtækja – sem gerir ykkar nefndarstarf svo miklu skemmtilegra og auðveldara.

Við framkvæmd á stórri árshátíð þarf viðburðastjórinn að vera undirbúinn fyrir hið óvænta og geta brugðist hratt við breytingum ef einhverjar verða. Þar kemur reynslan við skipulag og stjórnun sér vel og álagið lendir ekki á herðum starfsmanna fyrirtækisins sem ættu að geta notið kvöldins áhyggjulaus.

Ekki má gleyma systurfyrirtækinu okkar sem heitir Kompaní ferðir. Þar bjóðum við uppá æðislegar hópferðir fyrir fyrirtæki og stofnanair til ýmissa borga í Evrópu og jafnvel lengra ef hópurinn er til í ævintýri. Kíktu á síðu Kompaní ferða ef þið hafið áhuga að kíka erlendis eða jafnvel halda árshátíð fyrirækja erlendis.

HLUTIR SEM ÞARF AÐ HAFA Í HUGA

Árshátíð fyrirtækja í Reykjavik

Í Reykjavík

Árshátíðir í Reykjavík geta verið afar fjölbreyttar. Aðgengi að sölum, skemmtiskröftum og afþreyingu er með besta móti og hér getur hugmyndaflugið farið á flug. Hvort sem um ræðir standandi árshátíðir, sitjandi eða blandaðar þá er hægt að finna réttu lausnina á höfuðborgarsvæðinu og þá er um að gera að hrista upp í hlutunum og gera eitthvað öðruvísi!
Árshátíð fyrirtækja - Salir í boði í Reykjavík

Salur

Það er fjöldi skemmtilegra sala í Reykjavík og útá landi sem henta fyrir árshátíðir en hafa ber í huga takmarkanir á mörgum þeirra. Við gefum ráð og svörum spurningum um salina og getum mælt með þeim rétta sem hentar tilefninu.
Árshátíð fyrirtækja

Skemmtikraftar

Það er ekkert til sem heitir hefðbundinn skemmtikraftur. Hér ræður tilefnið för og við erum með stútfullan gagnagrunn að flottu fólki sem elskar að sýna sig. Er eldgleypir í anddyrinu? Dragdrottningar í photoboothinu? Eða leynigestur með læti?
Árshátíð fyrirtækja - Skemmtikraftar - Íslenskt tónlist

Tónlist

Ísland er þekkt fyrir frábært úrval af góðu tónlistarfólki og það skemmir ekki fyrir að það eru allir tilbúnir að skemmta árshátíðargestum. Við erum sífellt að bæta við flottu fólki í gagnagrunninn okkar sem auðveldar alla hugmyndavinnu. Tónlist getur einnig verið hluti af þema og skapað rétta baksviðsstemningu eða verið kröftugt upphaftsatriði í byrjun skemmtunar.
Árshátíð fyrirtækja - Sveita árshátíð útá landi

Útá landi

Að færa árshátíðina í sveitina getur verið skemmtileg tilbreyting frá Reykjavíkur lífinu. Þá er upplagt að hrista vel upp í forminu og bjóða kannski upp á morgátuleik sem hluta af árshátíðarkvöldverðinum eða fara saman í flúðasiglingu áður en kemur að kvöldverði. Skemmtilegast er auðvitað að bjóða upp á gistingu á fallegu sveitahóteli sem hluti af árshátíðarskemmtuninni.
Árshátíð fyrirtækja - Skemmtikraftar - Veislustjórar

Veislustjórar

Mikilvægur partur af góðri árshátíð er skemmtilegur veislustjóri. Viðburðastjóri og veislustjóri vinna saman að því að lesa í salinn og stemninguna til að halda uppi fjörinu en ekki síður að gefa gestum rými til að spjalla og hafa gaman með samstarfsfólki sínu. Veislustjórar eru gjarnan hluti af skemmtiatriðum árshátíðarinnar með uppistandi, söng eða fjöllistum.
Árshátíð fyrirtækja - Matur á árshátíðinni

Veisluþjónusta

Úrval í veisluþjónustu hefur aukist gífurlega samhliða fjölgun veitingastaða. Hinar rótgrónu veisluþjónustur skipa mikilvægan sess þegar kemur að því að velja mat og vín fyrir stórar veislur en fyrir minni árshátíðir má oft skoða óhefðbundnari lausnir. Maturinn nýtist við að skapa rétta stemningu við þema kvöldins ekki síður en skreytingar og skemmtun.
Árshátíð fyrirtækja - Viðburðastjóri

Viðburðastjóri

Hlutverk viðburðastjóra er að mörgu leyti ósýnilegt þegar árshátíðargestir mæta í hús en gífurlega mikilvægt þegar kemur að samskiptum við skemmtikrafta, salaleigjendur og tæknimenn. Viðburðarstjóri passar að allur undirbúningur sé 100% til að kostnaðaráætlanir og tímaplön standist. Þannig geta skemmtinefndir fengið allar upplýsingarnar sem þarf á einum stað en jafnframt skemmt sér áhyggjulaust á kvöldinu sjálfu.  
Árshátíð fyrirtækja - Árshátíðar þema

Þema

Það er hægt að taka hvaða árshátíð sem er og krydda hana með flottu þema. Hversu langt hægt er að ganga fer eftir aðstöðu og vilja en það er ekkert sem stoppar okkur. Við tökum á móti öllum áskorunum!  Dæmi um þemu sem við höfum unnið að er happa þema, sirkus skemmtun, hrollvekju galakvöld og margskonar útfærslur af áratugaþemum.  

HUGMYNDABANKI