Kompaní Events hefur í mörg ár skipulagt árshátíð fyrirtækja og stofnana. Viðburðaskipulag & umsjón er okkar sérsvið. Vel heppnuð árshátíð byggir á mörgum smáatriðum og það er gott að geta lagt viðburðaskipulag og umsjón í okkar hendur svo allir starfsmenn fái að njóta sín á kvöldinu sjálfu.
Við erum með fjölmargar hugmyndir af þemum, ýmsar skreytingapælingar sem og góð sambönd við bæði veisluþjónustur og skemmtikrafta fyrir árshátíð fyrirtækja – sem gerir ykkar nefndarstarf svo miklu skemmtilegra og auðveldara.
Við framkvæmd á stórri árshátíð þarf viðburðastjórinn að vera undirbúinn fyrir hið óvænta og geta brugðist hratt við breytingum ef einhverjar verða. Þar kemur reynslan við skipulag og stjórnun sér vel og álagið lendir ekki á herðum starfsmanna fyrirtækisins sem ættu að geta notið kvöldins áhyggjulaus.
Ekki má gleyma systurfyrirtækinu okkar sem heitir Kompaní ferðir. Þar bjóðum við uppá æðislegar hópferðir fyrir fyrirtæki og stofnanair til ýmissa borga í Evrópu og jafnvel lengra ef hópurinn er til í ævintýri. Kíktu á síðu Kompaní ferða ef þið hafið áhuga að kíka erlendis eða jafnvel halda árshátíð fyrirækja erlendis.