Hópefli og leikir eru einstaklega góð aðferð til að hrista hópa saman og skapa góða stemmingu innan fyrirtækja. Leikirnir og hópeflin eru öll með það sama markmið að fólk hafi gaman og að sem flestir í hópnum geti tekið þátt. Þá skiptir ekki máli hversu gjörvilegur hópurinn er, það er pláss fyrir alla.
Okkar hópefli byggist á því að hópurinn sé saman, vinni að því að leysa þrautir og einfaldlega að gera eitthvað gaman saman. Umfram allt eiga verkefni að vera skemmtileg og vekja kátínu í hópnum.
Við kjósum að kalla það hópefli sem við bjóðum uppá fjörefli í stað hópeflis þar sem leikirnir og þrautirnar okkar snúast um það að hafa gaman og að þátttakendur hlæji saman og skapi jákvæðar minningar. Allir geta tekið þátt í okkar fjörefli en það er líka gaman að fylgjast með og horfa á samstarfsfélaga sína í leikjunum, svona fyrir þá sem hafa ekki tök á því að skerast í leikinn og vera með í fjörinu.
Gott fjörefli eflir starfsandann og móralinn í hópnum, þegar fólk skemmtir sér og hlær saman verður andrúmsloftið jákvæðara og léttara. Svo lengir hláturinn líka lífið og allt það!
Í gegnum árin höfum við unnið að því að þróa ratleiki og þrautaleiki sem hafa með tímanum orðið að okkar einkennisvörum. Ásamt þessum klassísku leikjum höfum við sérsniðið marga leiki að óskum viðskiptavina. Leikirnir byggjast á samvinnu og keppni til jafns. Hvort sem það er hinn hefðbundni ratleikur eða þrautabraut með skemmtilegum áskorunum.
Allir okkar leikir byggjast á góðum undirbúningi hjá okkur og viðskiptavininum. Í flestum leikjunum erum við með starfsmenn frá okkur á staðnum eða erum með svokallaðar mannaðar þrautastöðvar sem gerir leikina meira líflega og skemmtilega.