fbpx

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur
adipiscing elit. Etiam posuere varius
magna, ut accumsan quam pretium
vel. Duis ornare

Latest News
Follow Us
Hópefli og leikir

Hópefli & Leikir

Hláturinn eflir starfsandann

Hópefli og leikir eru einstaklega góð aðferð til að hrista hópa saman og skapa góða stemmingu innan fyrirtækja. Leikirnir og hópeflin eru öll með það sama markmið að fólk hafi gaman og að sem flestir í hópnum geti tekið þátt. Þá skiptir ekki máli hversu gjörvilegur hópurinn er, það er pláss fyrir alla.

Okkar hópefli byggist á því að hópurinn sé saman, vinni að því að leysa þrautir og einfaldlega að gera eitthvað gaman saman. Umfram allt eiga verkefni að vera skemmtileg og vekja kátínu í hópnum.

Við kjósum að kalla það hópefli sem við bjóðum uppá fjörefli í stað hópeflis þar sem leikirnir og þrautirnar okkar snúast um það að hafa gaman og að þátttakendur hlæji saman og skapi jákvæðar minningar. Allir geta tekið þátt í okkar fjörefli en það er líka gaman að fylgjast með og horfa á samstarfsfélaga sína í leikjunum, svona fyrir þá sem hafa ekki tök á því að skerast í leikinn og vera með í fjörinu.

Gott fjörefli eflir starfsandann og móralinn í hópnum, þegar fólk skemmtir sér og hlær saman verður andrúmsloftið jákvæðara og léttara. Svo lengir hláturinn líka lífið og allt það!

Í gegnum árin höfum við unnið að því að þróa ratleiki og þrautaleiki sem hafa með tímanum orðið að okkar einkennisvörum. Ásamt þessum klassísku leikjum höfum við sérsniðið marga leiki að óskum viðskiptavina. Leikirnir byggjast á samvinnu og keppni til jafns. Hvort sem það er hinn hefðbundni ratleikur eða þrautabraut með skemmtilegum áskorunum.

Allir okkar leikir byggjast á góðum undirbúningi hjá okkur og viðskiptavininum. Í flestum leikjunum erum við með starfsmenn frá okkur á staðnum eða erum með svokallaðar mannaðar þrautastöðvar sem gerir leikina meira líflega og skemmtilega.

LEIKIR & FJÖREFLI

Mission Reykjavík

Mission Reykjavík byggist á okkar hugmynd um hvað ratleikir eiga að fela í sér. Leikurinn er ekki kapphlaup heldur skipta gæði svara meira máli þegar á endastöð er komið. Því meira sem liðin leggja í leikinn – því skemmtilegri er hann.

Skemmtileikar

Skemmtileikarnir eru frábær leið að æðislegum degi fyrir starfsmenn fyrirtækisins. Hópnum er skipt upp í nokkur lið sem keppa hvert við annað í fyndnum og fáránlegum þrautum.
Hópefli og leikir - Múltí þema

Múltí Þema

Fyrir stóra fyrirtækjahópa með margar mismunandi skoðanir á afþreyingu getur Múltíþema verið besta lausnin. Við sjáum um að velja viðeigandi afþreyingu af ýmsum toga sem starfsmenn fyrirtækisins skrá sig svo í eftir reglum sinna skemmtinefnda.
Hópefli og leikir - Racing Maze - Ratleikur á bíl

Racing Maze

Við gerð Racing Maze var Amazing Race haft til hliðsjónar sem þá var vinsæll þáttur um heim allan. Hér ferðast liðin um á bílum og stoppin eru víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu.

Ættbálkaleikar

Ættbálkaleikar eru í anda Survivor og samvinna liðsins er í algjöru fyrirrúmi. Svo laumum við kannski nokkrum sérstökum þrautum að sem reyna sannarlega á getu hópsins til að lifa af.
Árshátíð fyrirtækja - Sveita árshátíð útá landi

Grandinn

Við notum gróskuna á Grandasvæðinu þegar við viljum bjóða eitthvað notalegt. Til að gæta jafnræðis hjá stærri fyrirtækjum róterum við þeim einfaldlega á milli afþreyinga í minni hópum. Jóga, Fly Over Iceland og súkkulaðismakk má til dæmis allt skoða á einum skemmtidegi.
Hópefli og leikir - Hálandaleikarnir

Hálandaleikar

Sumir vilja reyna á hreysti í keppnum sín á milli og þá eru Hálandaleikarnir besti kosturinn. Okkar markmið er samt alltaf að setja leikana þannig upp að sem flestir geti tekið þátt eða stutt við sitt lið á annan hátt.
Kompaní Events tekur að sér fjölbreytta viðburði. Morðgáta - Murder Mystery

Morðgátupartý

Morðgáta eða Murder Mystery er snilldar skemmtun sem passar vel í samkvæmi með borðhaldi. Morðgátur henta vel fyrir stærri vinahópa uppí meðalstór fyrirtæki og er t.d. fullkomin leið til að gera árshátíðina enn eftirminnilegri.
Hópefli og leikir - Undur og Stórmerki

Undur & Stórmerki

Það besta við þennan skemmtilega ratleik er að þó hann sé í miðri Reykjavík þá leikurinn ekki fyrir allra augum. Elliðarárdalurinn er eins og vin í eyðimörkinni og veitir skjól við vindi og vökulum augum.
Hópefli og leikir - MamaThai - Matreiðslunámskeið

MamaThai

Á námskeiðinu er farið yfir grunn tælenskrar matargerðar. Í lok námskeiðsins er hópurinn búinn að galdra fram 3-5 af vinsælustu réttum Tælands og þetta er sko ekkert smotterís smakk.

VIÐBÆTUR