fbpx

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur
adipiscing elit. Etiam posuere varius
magna, ut accumsan quam pretium
vel. Duis ornare

Latest News
Follow Us
Starfsdagar og fundir

Starfsdagar

Gerðu starfsdaginn skemmtilegri með okkur

Starfsdagar eru nauðsynlegur þáttur í rekstri fyrirtækja. Eitt lykilatriði að góðum árangri fyrirtækja eru virkir starfsmenn og þar skiptir máli að sem flestir starfsmenn láti ljós sitt skína og komi með tillögur til að bæta starfsemi fyrirtækisins.

Starfsdagar fyrirtækja… þetta hljómar frekar leiðinlega en þarf alls ekki að vera það. Það er einmitt á starfsdögum sem stjórnendur fyrirtækisins og starfsmenn fá tækifæri til að ræða saman. Þetta er mikilvægur vettvangur fyrir starfsfólk til þess að koma sínum skoðunum eða hugmyndum á framfæri. Á fundum sem þessum koma oft upp tímamóta hugmyndir og verða oft til frábærar lausnir við vandamálum sem erfitt er að leysa sem starfsmannastjóri eða yfirmaður einn síns liðs.

Starfsdagar og fyrirtækjafundir geta verið haldnir í fyrirtækinu sjálfu, úti á landi eða í aðstöðu útí bæ. Við komum með tillögur að heildarskipulagi og getum bókað fyrirlesara, séð um svokalla ísbjróta eða hópeflisverkefni sé þess óskað. Við leggjum til stað og veitingar, hugmyndir af skemmtilegri afþreyingu eftir fundavinnu og skipuleggjum teiti um kvöldið til þess að verðlauna vel unnin störf.

Við hjá Kompaní Events erum með stútfullan gagnagrunn af sölum og fundarherbergjum sem hægt er að nýta á starfsdögum ef fyrirtækið sjálf hefur ekki kost á að hýsa viðburin innanhúss eða vill einfaldlega breyta til. Einnig síðan Salir.is með góða yfirsýn yfir hvað er í boði.

HVAÐ ÞARF AÐ HAFA Í HUGA