Kompaní Events tekur að sér fjölbreytta viðburði. Við höfum lengi unnið að margþættum sumarpartýum fyrir fyrirtæki þar sem markmiðið er alltaf að finna nýja skemmtilega hluti að gera. Reynslubankinn er því heldur betur orðinn myndalegur. Veislur og partý er eitthvað sem við erum sérfræðingar í.
Þið ráðið hversu miklum tíma fyrirtækið ykkar eyðir í undirbúning hvers viðburðar. Við getum komið að hugmyndavinnunni frá upphafi, framkvæmdinni sjálfri þegar að því kemur og einnig utanumhald með öllum kostnaði. Þannig getum við haft heildræna sýn á viðburðinn og hjálpum ykkur best. Hér inná árshátíðar síðunni okkar get þú séð frekari upplýsingar og stærri viðburði og svo er alltaf gott að hringja bara í okkur og spjalla.
Ásamt því að þjónusta fyrirtæki þá höldum við líka veislur og partý fyrir einstaklinga eins og stórafmæli eða aðrar áfangaveislur. Þar þurfum við ekkert endilega að koma að öllu skipulagi, heldur getum við aðstoðað þig við að setja upp flott þema, verið með morðgátu eða sett upp photoboot. Við erum með góð viðskiptasambönd útum allan bæ bæði við skemmtikrafta, veisluþjónustur og sali en ef þú vilt skoða úrval sala þá er Salir.is með ágætis gagnagrunn hvað það varðar.