fbpx

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur
adipiscing elit. Etiam posuere varius
magna, ut accumsan quam pretium
vel. Duis ornare

Latest News
Follow Us
Blogg færsla - Hópefli & Fjörefli

Kompaní Events

Hvað er hópefli & fjörefli?

Hópefli með Kompaní Events

Þegar kemur að hópeflum er oftast átt við hverja þá samkundu sem afmarkaður hópur fólks sækir í þeim tilgangi að þétta hópinn. Orðið felur í sér mismunandi merkingu hjá mismunandi hópum svo það er ekki úr vegi að útskýra aðeins hvernig við lítum á hlutina. Hjá Kompaní Events trúum við því að skemmtilegur samvinnuleikur geti skapað eftirsóknaverða stemningu hjá samstarfsfólki en sé leitast eftir marktækum niðurstöðum við afköst starfsmanna þá þurfi að fara dýpra. Starfsdagar, þar sem kafað er ofan í hvaða verkefni eru best leyst í hópi og hver á einstaklingsgrundvelli, eru frábær leið til að vinna að því að gera fyrirtækin betur í stakk búin að mæta sínum markmiðum. Eftir það má efla hvern vinnuhóp með samvinnuleik sem Kompaní Events hjálpar við að setja upp. 

Að æfa samvinnu í leik með ákveðið markmið í huga er mun skemmtilegri leið en að æfa sig að vinna vinnuna sína.

Fjörefli?

Fjörefli er litli bróðir hópeflisins og það má segja að hópefli sé ákveðið yfirheiti og undir það falli fjöreflið. Minni væntingar eru lagðar til fjöreflis því hér á bara að vera gaman. Ratleikur í þemabúningum og keppnir sem ekki er hægt að taka of alvarlega eru akkurat það sem fjörefli byggir á.

Hér má þó ekki vanmeta gildi þess að hafa gaman saman. Góður starfsandi og áhugi stjórnenda til að gera vel við starfsfólkið sitt mun alltaf skila sér í þakklátara starfsfólki. Það hefur líka sannast að við þurfum á hverju öðru félagslega að halda í vinnunni. Fjarvinnan í Covid-19 fárinu kallaði á snjallar lausnir í samskiptum og traust frá eigendum og stjórnendum fyrirtækja en það var líka mikill missir af árshátíðinni sem átti að halda, vinnustaðapartýinu eða bara spjallinu við sessunautinn sem menn eiga í hversdagsleikanum.

Markmið og væntingar

Langtíma samvinna milli fyrirtækja og viðburðaþjónusta skilar sér alltaf í betri þjónustu. Þegar við þekkjum fyrirtækið þá vitum við hverju er best að mæla með.

Fyrirtæki þurfa að þekkja hvað það er sem þau eru raunverulega að leitast eftir. Vill hópurinn takast á við þrautir sem æfa ákveðna starfshópa til að vinna saman? Fékk hópurinn tillögu að fjöreflisleik þegar það leitaðist frekar eftir öðruvísi hópefli?

Utanaðkomandi fagaðilar geta verið nauðsynlegir

Áhugaverðir fyrirlesarar á starfsdögum geta líka komið inn með hópeflisæfingar sem vert er að skoða. Kompaní Events er frábært í mörgu en við þekkjum líka okkar takmarkanir. Við vitum að leikur sem æfir krísustjórnun er eitthvað sem aðrir gætu gert betur og við reynum okkar besta til vita af hæfileikaríku fólki sem við mælum síðan með við fyrirtæki.

Hópefli og fjörefli

Munum að fjörefli og hópefli vinna í grunninn að því sama – þéttingu hópsins. Mismundandi áherslur hugtakanna gera okkur kleift að finna hvað hentar best hverjum hópi þegar fyrirtæki þekkja það sem þau vilja styrkja með hópeflinu. Verkstjórnun má æfa með legókubbaleiknum. Hlutverkaleikir, á við morðgátu, kasta ljósi á hæfileika samstarfsmanna sem geta komið sannarlega á óvart og enginn vissi af. Skemmtileikarnir ýta fólki til að taka þátt og vera með – því það skiptir engu máli þó einhver detti í hlægilegum þrautum hvort eð er! 

Hópefli og fjörefli - Hópeflishringur