fbpx

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur
adipiscing elit. Etiam posuere varius
magna, ut accumsan quam pretium
vel. Duis ornare

Latest News
Follow Us
Hópefli og leikir - Matreiðslunámskeið og Drykkjarnámskeið

Kompaní Events

Matreiðslunámskeið

Stærsta hlutverk Kompaní Events er að brainstorma með viðskiptavinum okkar um hvað sé nú hægt að bjóða hópum að gera. Fyrir minni hópa getur þetta verið erfitt þar sem fjármagnið er oft á tíðum ekki eins mikið og hjá stærri hópum. Aðstaðan kostar meira á haus fyrir minni hópa og startgjaldið fyrir matarbíla er oft að lágmarki 30-50 manns.

Okkar besta lausn á þessu eru matar og drykkjanámskeið! Við reynum að finna aðstöðu (ef hún er ekki innifalin) þar sem hópurinn getur eldað saman og haft gaman. Hópeflin gerast varla bragðbetri.

Hér eru nokkur af okkar uppáhalds námskeiðum sem innihalda mat og drykk.

Salt Eldhús – Það er gaman að elda saman!

Salt Eldhús þarf vart að kynna, en þau eru samt í svo miklu uppáhaldi hjá okkur að við bara verðum að byrja á þeim.

Í Þórunnartúninu er að finna þetta líka dásamlega matreiðslueldhús. Sérhannað með hópa í huga og mikið lagt í að gera umhverfið fallegt og aðlaðandi. Kennarar á námskeiðinu eru allt sérfræðingar á sínu sviði og sé verið að bjóða upp á kennslu í framandi matargerð, er yfirleitt heimamaður fenginn í verkið. Þannig er ekki bara matarkennsla á boðstólnum heldur einnig sögur af menningu og siðum frá slóðum kennarans. Það er varla hægt að setja verðmiða á þannig upplifun.

Námskeiðsúrvalið hjá Salt Eldhúsi er afar fjölbreytt en við ætlum að beina sjónum okkar að hópeflisviðburðunum þeirra. Þessi námskeið henta best fyrir starfsmannahópa og við mælum sterklega með þeim. Námskeiðin eru í styttri kantinum, aðeins tveir tímar smekkfullir af góðum mat og fjöri.

Lengri námskeið eru að sjálfsögðu í boði en hér er fókusað á auðvelda matargerð sem tekur stuttan tíma svo hópurinn fær aldrei tækifæri til að láta sér leiðast.

Heppileg hópastærð er um 20 manns.

Mama Thai – Deluxe

Ein af okkar eigin vörum er tælensk matargerð með Jiew Junhom. Við færum aldrei að skrifa þennan pistil án þess að nefna þetta skemmtilega matarnámskeið – þetta er ein af okkar bestu vörum (þó við segjum sjálf frá).

Gimsteinn námskeiðsins er auðvitað hún Jiew sjálf. Hún er tælensk að uppruna en hefur verið búsett á Íslandi í fjölda ára og hefur unnið töluvert við að hressa upp á matseðla ýmissa veitingastaða. Hér er hún sjálf við stjórnvölinn og þannig er hún best!

Á námskeiðinu er farið yfir grunn tælenskrar matargerðar og hópnum kynnt hráefni sem mörgum gætu verið ókunn. Í lok námskeiðsins er hópurinn búinn að galdra fram 3-5 af vinsælustu réttum tælenskrar matargerðar og þetta er sko ekkert smotterís smakk. Enginn úr hópnum fer svangur frá þessu veisluborði!

Námskeiðið er kennt á ensku en Jiew getur snarað sér yfir í íslenskuna þegar þörf krefur.

Námskeiðið hentar 15-30 manna hópi en hér kemur besti hlutinn: Vegna þess að Kompaní Events sér um alhliða þjónustu hvað varðar skipulagningu skemmtunar fyrir hópa þá bjóðum við upp á þann möguleika að stærri hópar geti nýtt sér svokallað Multiþema hjá okkur þar sem hópurinn velur um aðra afþreyingu. Hópurinn getur svo sameinast yfir tælenska matarhlaðborðinu og sparað sér þannig einhvern matarkostnað!

Sjóstöng á báti – Bragðgóður lúxus

Sigling um sundin í Faxaflóa er margþætt skemmtun. Þessi afþreying felur kannski ekki í sér eiginlegt matarnámskeið en það er í boði að fá grillaðan mat um borð – jafnvel eigin afla ef fólk vill reyna fyrir sér á sjóstöng.

Besti maturinn er alltaf sá sem veiddur er af manni sjálfum, það er óyggjandi staðreynd. Það er aukinn bónus að fá fagmann til að elda svo matinn ofan í hópinn en stoltið sem fylgir því að vera hluti af öflun hráefnisins er ástæða þess að við fjöllum um þessa afþreyingu hér.

Þegar farið er í sjóstöng er grillun aflans yfirleitt hluti af ferðinni og innifalið í verðinu. Þá er óþarfi að hafa áhyggjur af kvöldmatnum fyrir hópinn, hann er þegar kominn á öngulinn og á leiðinni á grillið. Allt meðlæti fylgir með og það eina sem þarf að gera er að njóta!

Hópastærðin er með því mesta sem hægt er að finna fyrir matarupplifun af þessu tagi eða um 70 manns og þá skiptast menn á því að veiða með þeim stöngum sem í boði eru. Allir fá tækfæri til að renna fyrir fisk og allir fá gott að borða.

Sjóstöng á snekkju - og svo er aflinn grillaður

Kokteilnámskeið – litríkir pop up viðburðir

Marga dreymir um að kunna að blanda góðan kokteil. Það er sannkölluð list þó grunnurinn sé mjög formfastur. Kokteill er ekki kokteill nema ákveðin element séu til staðar en tækni kemur ekki stað hugmyndaauðgi og listfengi. Það er alltaf þessi X-factor sem við viljum að nemendur námskeiðsins leitast við að finna innra með sér.

Kokteilnámskeið innihalda vissulega ekki mat og flokkast ekki sem matarnámskeið – en eru næsti bær við.

Okkar reynsla af kokteilnámskeiðum er sú að þau eru bæði skemmtileg og fróðleg en þau eru oft í boði í svo stuttan tíma. Þess vegna getum við ekki með góðu móti fjallað um eitthvert eitt námskeið hér heldur verðum við að tala nokkuð almennt um hvað er í boði.

Það besta er samt, að þó námskeiðin vari oft ekki í langan tíma, þá poppa upp ný námskeið á mismunandi vettvöngum með reglulegu millibili. Þá er ekki með talið þau óformlegu námskeið sem hægt er að halda og við mælum með.

Við vitum að það er oft haft vín um hönd þegar hópar skemmta sér saman og því gildir það sama hér og með matarnámskeiðin – að nýta sér námskeiðið sem hluta af skemmtuninni og ná þannig niður kostnaði með því að tvinna saman afþreyingu við drykkju guðaveiga.

Eitt af því sem við mælum sérstaklega með við hópa er að fá á sinn viðburð kokteilmeistara sem sýnir flott handtök og kennir undirstöðuatriðin í kokteilgerð. Kokteilkeppni milli liða er svo frábær skemmtun og keppnisskapið hefur ýtt undir fjölbreytni og listauðgi í sköpunarferli liðanna. Sé námskeiðið haldið á prívat vettvangi er ekki úr vegi að bæta líka við veislubökkum frá þessum vinsælli veitingaþjónustum.

Hópastærð er um 20 manns á kennara.

Culina – Eldað úr öllu

Til að vera í takt við nútímann þá viljum við beina sjónum okkar að spennandi matarnámskeiðum sem fókusa á minkun matarsóunnar. Hér er námskeið Dóru Svavarsdóttur matreiðslumeistara hinn besti kostur. Hún hefur unnið með flottum fyrirtækjum eins og Vakandi að Zero Waste verkefninu – eitthvað sem við öll mættum taka okkur til fyrirmyndar.

Námskeiðin hennar fjalla, eins og nafnið gefur til kynna, um matreiðslu þar sem litlu sem engu er hent og kynntar eru aðferðir til að nýta stærstan hluta þess hráefnis sem notað er við matargerðina – það kemur á óvart hvað má gera við afskurðinn sem maður nýtir ekki venjulega.

Hér má líka miðla af eigin reynslu. Öll erum við reynslubankar, uppfull af fróðleik sem okkur hefur lærst í gegnum foreldra okkar og lærimeistara á ýmsum sviðum. Matreiðsla og nýting matvæla er sá fróðleikur sem margir búa að og ætti að miðla þegar færi gefst. Hér eru húsráð í hávegum höfð!

Hópastærð er um 30 manns en fer eftir aðstöðu.

Hópefli og leikir - Zero waste matreiðslunámskeið